Juventus náði fjögurra stiga forskoti

Liðsmenn Juventus fagna marki í kvöld.
Liðsmenn Juventus fagna marki í kvöld. AFP

Juventus náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Inter á heimavelli, 2:0.

Leonardo Bonucci og Alvaro Morata skoruðu mörk ítölsku meistaranna í síðari hálfleik. Liðið hefur 61 stig í efsta sæti en Napoli, sem mætir Fiorentina á útivelli á morgun, hefur 57 stig í öðru sætinu.

mbl.is