Jón Daði með fyrsta markið - myndskeið

Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson Eva Björk Ægisdóttir

Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Kaiserslautern í B-deild þýsku knattspyrnunnar þegar hann jafnaði metin gegn Nürnberg, liðinu sem Rúrik Gíslason leikur með.

Jón Daði jafnaði metin á 22. mínútu þegar hann gerði vel til að ná til boltans og skoraði að lokum af stuttu færi en markið má sjá hér að neðan. Rúrik lék ekki með Nürnberg vegna meiðsla.

Leikurinn var sjá sjötti hjá Jóni Daða frá því að hann gekk í raðir liðsins í byrjun árs.

Fimmtán mínútur eru eftir af leiknum og er staðan 1:1.

mbl.is