Snilli Johans Cruyffs - myndskeið

Johan Cruyff leikur á Daniel Carnevali markvörð Argentínu og skorar …
Johan Cruyff leikur á Daniel Carnevali markvörð Argentínu og skorar á HM í Vestur-Þýskalandi árið 1974. Holland fékk silfrið og Cruyff var valinn besti leikmaður keppninnar. AFP

Hollendingurinn Johan Cruyff sem er látinn, 68 ára að aldri, er ein af goðsögnum knattspyrnusögunnar, enda þrívegis kjörinn besti knattspyrnumaður heims og vann fjölda titla með Ajax og Barcelona, bæði sem leikmaður og þjálfari.

Umfjöllun um Johan Cruyff.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá mörg snilldartilþrif hjá Cruyff á ýmsum skeiðum ferils hans. Stórglæsileg mörk en ekki síður magnaðar sendingar og taktar hans með boltann. Cruyff var yfirleitt númer 14 og gerði í raun það númer ódauðlegt í fótboltanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina