Leikurinn stöðvaður á 14. mínútu (myndskeið)

Davy Klaassen og Quincy Promes klappa fyrir Johan Cruyff.
Davy Klaassen og Quincy Promes klappa fyrir Johan Cruyff. AFP

Vináttuleikur Hollendinga og Frakka sem nú stendur yfir á Amsterdam Arena í Hollandi var stöðvaður eftir 14 mínútur til virðingar við hollensku knattspyrnugoðsögnina Johan Cruyff sem lést í gær.

Cruyff lék allan sinn feril í treyju númer 14 og þegar leikurinn var stöðvaður á 14. mínútu klöppuðu leikmenn og áhorfendur á vellinum í eina mínútu Cruyff til heiðurs.

Cruyff, sem var 68 ára gamall, hóf sinn feril með Ajax en þaðan fór hann til Barcelona. Hann þjálfaði bæði lið og vann fjölda titla með félögunum sem leikmaður og var í þrígang valinn besti knattspyrnumaður heims.

Hollenskir áhorfendur með stóran borða með mynd af Cruyff á.
Hollenskir áhorfendur með stóran borða með mynd af Cruyff á. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina