Óvænt tap Bandaríkjamanna

Frá viðureign Guatemala og Bandaríkjanna í nótt.
Frá viðureign Guatemala og Bandaríkjanna í nótt. AFP

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í nótt þegar Guatemala lagði Bandaríkin, 2:0.

Rafael Morales og Carlos Ruiz skoruðu mörk Guatemala á fyrstu 15 mínútum leiksins og tryggðu þjóð sinni fyrsta sigurinn á Bandaríkjamönnum frá upphafi. Paulo Motta markvörður þeirra átti frábæran leik á milli stanganna og bjargaði nokkrum sinnum meistaralega.

Eftir þrjá leiki í riðlinum eru Bandaríkjamenn í þriðja sætinu með 4 stig. Trínidad og Tóbaco er efst með 7 stig og Guatemala er með 6 stig í öðru sætinu.mbl.is