Messi nefnir mikilvægasta þjálfarann

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi, leikmaður argentínska landsliðsins og Spánar- og Evrópumeistara Barcelona er það á hreinu hvaða þjálfari hafi reynst honum mikilvægastur á ferlinum.

„Allir þeir þjálfarar sem ég hef verið með hafa gefið mér eitthvað en ég held að sá mikilvægasti á ferli mínum sé Frank Rijkaard,“ sagði Messi við egypsku sjónvarpsstöðina MBC.

Meðal þeirra þjálfara sem Messi hefur leikið undir eru auk Rijkaard þeir Pep Guardiola, Diego Maradona, Gerardo Martino og Luis Enrique.

Undir stjórn Rijkaards fékk Messi sitt fyrsta tækifæri með Barcelona en Hollendingurinn þjálfaði Katalóníuliðið frá 2003 til 2008 og varð liðið í tvígang Spánarmeistari og Evrópumeistari árið 2006 en þá lék Eiður Smári Guðjohnsen með liðinu.

„Ef hann hefði ekki ákveðið fá mig inn í aðalliðið til æfinga og að spila með því þá hefði ég kannski aldrei náð að komast í liðið. Hann treysti mér,“ sagði Messi, sem lék sinn fyrsta leik með Barcelona 17 ára gamall og er þriðji yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins.


mbl.is