Formleg rannsókn hafin á Blatter

Sepp Blatter.
Sepp Blatter. AFP

FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur gefið út að það hafi hafið formlega rannsókn á Sepp Blatter, fyrrum forseta félagsins ásamt þremur öðrum hátt settum einstaklingum innan sambandsins.

Blatter, sem hraktist frá sem forseti sambandsins fyrir nokkru vegna hneykslismála sem upp komu, verður formlega rannsakaður vegna meintrar mútuþægni. Þá verða ásakanir um spillingu rannsakaðar sem snúa meðal annars að því að hafa tekið við gjöfum sem meintar voru sem mútur.

Hinir einstaklingarnir sem rannsakaðir verða eru þeir Jerome Valcke og Markus Kattner, sem störfuðu sem aðalritarar sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert