Árni samdi til þriggja ára í Svíþjóð

Árni Vilhjálmsson í treyju Jönköping Södra.
Árni Vilhjálmsson í treyju Jönköping Södra. Ljósmynd/Heimasíða Jönköping Södra

Árni Vilhjálmsson hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Jönköping Södra og er samningsbundinn til loka tímabilsins 2019. Hann er fimmti Íslendingurinn sem spilar með liðinu og sá fyrsti í 37 ár.

Árni hef­ur verið í röðum Lillestrøm í Nor­egi und­an­far­in tvö ár en var í láni hjá upp­eld­is­fé­lagi sínu Breiðabliki síðari hluta síðasta tíma­bils og gerði þá 6 mörk í 12 leikj­um.

„Jönköping Södra sýndi mér áhuga og þjálfararnir sannfærðu mig um að þetta væri rétt skref. Fyrir mig er þetta betri möguleiki en Lillestrøm, þar sem liðið spilar bolta sem hentar mér betur. Ég vil bæta mig hér sem leikmaður og hjálpa liðinu með mínum hæfileikum,“ sagði Árni á heimasíðu félagsins.

Jön­k­öp­ing Södra var nýliði í úr­vals­deild­inni í fyrra, lék þá í deild­inni í fyrsta sinn í hálfa öld, og endaði í 12. sæti af sex­tán liðum. Fjór­ir Íslend­ing­ar hafa leikið með fé­lag­inu, all­ir á ár­un­um 1977-1980 þegar Jön­k­öp­ing lék í næ­stefstu deild. Það voru fram­herj­inn Teit­ur Þórðar­son, varn­ar­maðurinn Jón Pétursson og markverðirn­ir Árni Stef­áns­son og Ársæll Sveins­son.

mbl.is