Hægri hönd Blatters áfrýjar 10 ára banni

Sepp Blatter og Jerome Valcke.
Sepp Blatter og Jerome Valcke. AFP

Jerome Valcke, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur áfrýjað 10 ára banni sínu frá afskiptum af knattspyrnu.

Valcke var áður hægri hönd Sepp Blatters, fyrrverandi forseta sambandsins sem hrökklaðist frá eftir mikinn skandal og spillingar. Valcke fékk 12 ára bann frá afskiptum af knattspyrnu, sem var síðar stytt niður í 10 ár. Hann ætlar að áfrýja því til Alþjóðaíþróttadómstólsins.

Valcke var undir rannsókn vegna gruns um að hafa hagrætt sölu aðgöngumiða á heimsmeistaramót á vegum FIFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert