Fyrirliðinn fannst látinn

Ryan McBride.
Ryan McBride. Ljósmynd/Twitter

Ryan McBride, fyrirliði írska úrvalsdeildarliðsins Derry City, fannst látinn á heimili sínu í dag en hann var aðeins 27 ára gamall.

Dánarorsökin er ókunn, en hann er sagður hafa fundist í rúmi sínu. Aðeins sólarhring áður hafði hann borið fyrirliðabandið í 4:0-sigri Derry á Drogheda United í írsku úrvalsdeildinni.

Írski knattspyrnuheimurinn hefur sameinast í sorginni í dag og minnst McBride, sem hafði spilað 170 leiki fyrir Derry City frá árinu 2011.

mbl.is