Færeyingar á lokamót í fyrsta skipti

Jónas Tór Næs og Ari Freyr Skúlason í baráttunni í …
Jónas Tór Næs og Ari Freyr Skúlason í baráttunni í A-landsleik Íslands og Færeyja. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Færeyska U17 ára landslið karla í knattspyrnu hefur tryggt sér þáttökurétt á EM í Króatíu sem fram fer í maí. Liðið vann Slóvakíu, 2:1, í milliriðli á Kýpur í dag og tryggði sér í leiðinni farseðil á mótið. 

Færeyingar hafna í 2. sæti milliriðilsins með fjögur stig, fimm stigum á eftir Írum sem tóku toppsætið og nægir það þeim til að komast í lokakeppnina. Slóvakía var í þriðja sæti með þrjú stig og Kýpur rak lestina með eitt stig. 

Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem knattspyrnulandslið Færeyja kemst á lokamót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert