Krókódíll drap fótboltamann

Lið Atletico Mineiro de Tete.
Lið Atletico Mineiro de Tete. Ljósmynd/Facebook

Estevao Alberto Gino 19 ára gamall knattspyrnumaður úr liði Atletico Mineiro de Tete frá Mósambik lést eftir að hafa orðið fyrir árás krókódíls.

Félagið staðfestir þetta á facebook-síðu sinni. Leikmaðurinn var að skokka ásamt tveimur liðsfélögum sínum á Zambezi-árbakkanum. Þegar hann var að kasta mæðinni stökk krókódíllinn upp úr ánni og náði að læsa skolti sínu um mitti Gino og taka hann með sér út í ána og gátu félagar hans ekki komið honum til hjálpar.

„Við syrgjum leikmann, okkar bróður, vin, son og eilífa miðvörð,“ er skrifað á facbook-síðu Atletico Mineiro de Tete.

mbl.is