Unzué gæti tekið við Barcelona

Unzué spjallar við leikmenn Barcelona.
Unzué spjallar við leikmenn Barcelona. AFP

Guillem Balagué, sérfræðingur Sky Sports um spænska knattspyrnu, segir Juan Carlos Unzué vera hugsanlegan eftirmann Jose Enrique sem þjálfari Barcelona. 

Unzué er aðstoðarmaður Enrique sem stendur, en Barcelona hefur áður látið aðstoðarmann fráfarandi þjálfara taka við. Tito Vilanova tók á sínum tíma við þjálfun liðsins af Pep Guardiola með góðum árangri. 

Barcelona er þekkt fyrir að ráða menn sem hafa mikil tengsl við félagið. Guardiola, Enrique og Vilanova höfðu allir verið innan þess í langan tíma, áður en þeir tóku við aðalliðinu. 

Andrés Iniesta, leikmaður liðsins, hrósaði Unzué á dögunum og sagði hann vita nákvæmlega um hvað Barcelona snýst. Það þykir því alls ekki ólíklegt að Juan Carlos Unzué taki við sem aðalþjálfari Barcelona eftir tímabilið. 

mbl.is