Lögreglukonan brýtur blað

Bibiana Steinhaus.
Bibiana Steinhaus. Ljósmynd/dfb.de

Sögulegur atburður mun eiga sér stað í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu karla á næstu leiktíð.

Lögreglukonan Bibiana Steinhaus verður þá fyrsta konan til að dæma í deildinni að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá þýska knattspyrnusambandinu. Steinhaus, sem er 38 ára gömul, hefur dæmt leiki í þýsku B-deildinni í karlaflokki en mun taka næsta skref upp á við á næstu leiktíð.

„Gleði, hamingja og léttir. Ég veit ekki hvað á að segja, þetta er einfaldlega rússibani tilfinninga. Það hefur alltaf verið minn draumur að dæma í Bundesligunni og það verður frábær tilfinning að sjá drauminn rætast,“ sagði Steinhaus en þess má geta að kærasti hennar er Howard Webb, sem í mörg ár dæmdi í ensku úrvalsdeildinni og á stórmótum.

mbl.is