Mark Guðmundar eitt þeirra fallegustu

Guðmundur Þórarinsson í landsleik gegn Bandaríkjunum á síðasta ári.
Guðmundur Þórarinsson í landsleik gegn Bandaríkjunum á síðasta ári. AFP

Guðmundur Þórarinsson, miðjumaður Norrköping, skoraði eitt af fallegustu mörkunum í fyrstu tólf umferðum sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, að mati netmiðilsins Fotbollskanalen.

Það var þriðja mark Norrköping í 3:3 jafntefli gegn Djurgården á útivelli í Stokkhólmi, en Guðmundur kom liðinu þar í 3:2 á 89. mínutu leiksins með fallegu skoti utan vítateigs. Leikurinn fór fram 1. maí og Djurgården jafnaði metin í uppbótartímanum.

Reyndar þóttu öll þrjú mörk Djurgården í leiknum svo falleg að þau eru öll á meðal þeirra þrettán sem lesendur Fotbollskanalen geta valið á milli.

Hér má sjá fréttina og myndskeið sem sýnir öll 13 mörkin sem koma til greina en mark Guðmundar er númer sex í röðinni og með númerið 18 á bakinu.

Guðmundur kom til Norrköping frá Rosenborg í Noregi í vetur og markið i Stokkhólmi er hans fyrsta og eina fyrir félagið til þessa en hann hefur spilað ellefu af þrettán leikjum liðsins í deildinni til þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina