Ronaldo faðir tveggja nýfæddra barna

Cristiano Ronaldo fagnar Spánarmeistaratitlinum fyrr á árinu.
Cristiano Ronaldo fagnar Spánarmeistaratitlinum fyrr á árinu. AFP

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo er orðinn faðir tveggja nýfæddra barna með aðstoð staðgöngumóður. Frá þessu var greint í portúgölskum fjölmiðlum nú í kvöld. Þar kemur fram að börnin hafi fæðst á fimmtudaginn, strákur að nafni Mateo og stelpa að nafni Eva. Býr móðirin á vesturströnd Bandaríkjanna.

Ronaldo á fyrir einn son, Cristiano Junior, sem fæddist í júní 2010. Því hefur verið haldið fram að staðgöngumóðir hafi einnig gengið með hann, en það hefur þó aldrei fengist staðfest. Greint var frá því í mars að Ronaldo ætti von á tvíburum.

Núverandi kærasta Ronaldo er spænska módelið Georgina Rodriguez.

mbl.is

Bloggað um fréttina