Rannsakað hvort Modric hafi logið

Luka Modric á leið í réttarsalinn í síðustu viku.
Luka Modric á leið í réttarsalinn í síðustu viku. AFP

Saksóknarar í Króatíu hafa hafið rannsókn á því hvort knattspyrnumaðurinn Luka Modric hafi sagt ósatt í réttarsal í síðustu viku. Modric bar vitni í spillingarmáli en Zdra­v­ko Mamic, fyrr­ver­andi formaður Dinamo Za­greb er um að hafa dregið til sín fé í tengsl­um við sölu leik­manna.

Í yfirlýsingu kemur fram að saksóknarar væru að rannsaka „króatískan ríkisborgara sem er fæddur árið 1985“ í tengslum við grun um að hann hafi veitt „falskan vitnisburð 13. júní í dómstól í Osijek.“

Króatíski landsliðsfyrirliðinn breytti framburði sínum í réttarsalnum í síðustu viku, frá því sem hann hafði sagt ári áður.  Modric sagði í fyrra að viðauki þess efn­is, að Mamic hlyti ríku­leg­an ágóða eft­ir að Modric var seld­ur til Totten­ham, hefði verið ákveðinn eft­ir söl­una, sem eru slæm­ar frétt­ir fyr­ir Mamic.

Modric hafði hins veg­ar aðra sögu að segja í rétt­ar­sal, þar sem hann bar fyr­ir sig minn­is­leysi. „Ég hef aldrei sagt þetta...þetta...að þetta hafi verið ákveðið eft­ir á,“ stamaði Modric.

„Ég sagði ykk­ur að ég man ekki hvenær þetta gerðist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert