Sölvi Geir í íslenskt lið í júlí?

Sölvi Geir Ottesen í landsleik.
Sölvi Geir Ottesen í landsleik. mbl.is/Golli

Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, gæti spilað með íslensku liði seinni hluta Íslandsmótsins, en hann hefur gengið frá starfslokasamningi við taílenska félagið Buriram United.

Sölvi samdi við Buriram fyrir þetta tímabil, eftir að hafa leikið í Kína næstu tvö ár á undan, og lék tólf af sautján leikjum liðsins í fyrri hluta deildarinnar þar í landi, alla í byrjunarliði, en Buriram er á toppnum.

Buriram bauð Sölva starfslokasamning þegar félagið fékk annan evrópskan leikmann til baka eftir lánsdvöl, en kvóti er á fjölda erlendra leikmanna í taílensku knattspyrnunni.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa íslensk félög þegar látið vita af áhuga sínum. Sölvi var sjálfur leikmaður Víkings í Reykjavík áður en hann fór í atvinnumennsku og lék jafnframt með KA í yngri flokkum. Íslandsmeistarar FH leituðu að miðverði áður en lokað var fyrir félagaskiptin um miðjan maí þannig að ekki er ólíklegt að þeir séu áhugasamir.

Sölvi mun vera með það á stefnuskránni að flytja heim en samkvæmt heimildum er þó möguleiki á að hann geri annan skammtímasamning við erlent félag áður en hann kemur alkominn til Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert