Þýskaland og Ítalía með sigra

Serge Gnabry í baráttunni við Michal Sacek í leik Þjóðverja …
Serge Gnabry í baráttunni við Michal Sacek í leik Þjóðverja og Tékka. AFP

Þýskaland og Ítalía unnu leiki sína á Evrópumóti U21 árs landsliða í knattspyrnu í gær. Þýskaland vann Tékkland, 2:0 og Ítalía vann Danmörk með sömu markatölu. Leikirnir voru þeir síðustu í 1. umferð riðlakeppninnar. 

Max Meyer, leikmaður Schalke kom Þjóðverjum á bragðið undir lok fyrri hálfleiks og Serge Gnabry tryggði Þjóðverjum 2:0 sigur með marki í byrjun seinni hálfleiks. Gnabry lék á árum áður með Arsenal, en hann gekk í raðir Bayern München frá Werder Bremen í sumar. 

Lorenzo Pellegrini, miðjumaður Sassoulo kom Ítölum í 1:0 gegn Dönum áður en Andrea Petagna, framherji Atalanta kláraði leikinn. Bæði mörk Ítala komu í síðari hálfleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert