ESPN segir Morata á leið til Milan

Álvaro Morata er að öllum líkindum á förum frá Real ...
Álvaro Morata er að öllum líkindum á förum frá Real Madrid. AFP

ESPN greinir frá því í dag að spænski sóknarmaðurinn Álvaro Morata sé á leið til ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan á 70 milljónir evra. Flest benti til þess að Morata væri á leið til Manchester United, en eftir að Romelu Lukaku gekk í raðir enska félagsins varð ljóst að ekkert yrði úr því. 

Milan hefur nú þegar gengið frá kaupum á Leonardo Bonucci, Lucas Biglia, André Silva, Franck Kessie og Hakan Çalhanoğlu í sumar og er ljóst að liðið ætlar sér aftur í fremstu röð á Ítalíu. 

mbl.is