Fer Neymar til Paris SG?

Neymar.
Neymar. AFP

Sky-sjónvarpsstöðin á Ítalíu segir að franska stórliðið Paris SG sé tilbúið að greiða þá upphæð sem þarf til að losa brasilíska sóknarmanninn Neymar frá samningi við Barcelona.

Upphæðin sem um ræðir er að jafnvirði 26,3 milljörðum íslenskra króna en hinum vellauðugu eigendum Parísarliðsins er mjög í mun að fá heimsklassa leikmenn til liðs við sig í sumar en þeim tókst ekki að fá ungstirnið Kylian Mbappe frá Monaco.

mbl.is