Mikið í húfi fyrir FH-inga

FH-ingar æfðu á Tórsvellinum í kvöld.
FH-ingar æfðu á Tórsvellinum í kvöld. Ljósmynd/Twitter-síða FH

Íslandsmeistarar FH æfðu á Tórsvelli í Færeyjum í kvöld en á morgun mæta þeir færeysku meisturunum í Víkingi Götu í síðari viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Spilað verður á Tórsvellinum í Þórshöfn á morgun sem er gervigrasvöllur, þjóðarleikvangur Færeyinga, og tekur sex þúsund áhorfendur. Dómari leiksins kemur frá Finnlandi og heitir Ville Nevalainen.

Liðin skildu jöfn, 1:1, í Kaplakrika í síðustu viku. Gríðarlega mikið er í húfi því liðið sem hefur betur í leiknum á morgun tryggir sér í það minnsta fjóra Evrópuleiki til viðbótar. Sigurliðið fer í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og mætir þar væntanlega slóvenska meistaraliðinu Maribor.

Víkingur Götu hefur spilað 21 leik á heimavelli í Evrópukeppninni. Liðið hefur unnið 3 leiki, gert 4 jafntefli og tapað 14 og er eina færeyska liðið sem hefur komist í gegnum tvær umferðir í Evrópukeppni. Víkingarnir hafa slegið út lið frá Noregi, Finnlandi og Lettlandi á undanförnum árum.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla