Perisic sendur heim með tannpínu

Perisic hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir ...
Perisic hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir Inter. Ljósmynd/Twitter-síða Inter

Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Perisic hefur verið sendur heim úr æfingaferð Inter Mílanó vegna tannpínu. Sky Sports greinir frá þessu í dag og segir að hann hafi snúið aftur til Króatíu til að hitta tannlækninn sinn. 

Perisic hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu og þykir nokkuð líklegt að hann muni ekki mæta aftur á æfingasvæði Inter eftir að dvöl hans í Króatíu lýkur. 

Inter vill fá 48 milljónir punda fyrir leikmanninn og er United talið reiðubúið að borga þá upphæð til að landa leikmanninum. 

mbl.is