Rúnar Alex í sigurliði gegn OB

Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Nordsjælland þegar liðið lagði OB á útivelli, 2:1, í lokaleik 1.umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Rúnar Alex framlengdi í síðasta mánuði samningi sínum við Nordsjælland og er samningsbundinn félaginu til ársins 2020.

Rún­ar, sem er 22 ára gam­all, kom til Nord­sjæl­land frá KR árið 2014 og hef­ur náð að festa sig í sessi hjá liðinu. Hann lék alls 20 deild­ar­leiki á síðasta tíma­bili en var 10 sinn­um á vara­manna­bekkn­um en Nordsjælland hafnaði í fimmta sæti.

mbl.is