Kjartan og félagar áfram við toppinn

Kjartan Henry Finnbogason lagði sín lóð á vogarskálina í jafntefli …
Kjartan Henry Finnbogason lagði sín lóð á vogarskálina í jafntefli Horsens gegn FC Köbenhavn í dag. Ljósmynd/heimasíða Horsens

Kjartan Henry Finnbogason lagði upp mark Horsens í 1:1-jafntefli liðsins gegn FC Köbenhavn í fimmtu umferð dönsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla fyrr í dag. Þá spilaði Hallgrímur Jónasson allan leikinn í vörn Lyngby sem gerði sömuleiðis 1:1-jafntefli gegn SönderjyskE.

Horsens er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig, en liðið er tveimur stigum á eftir Rúnari Alex Rúnarssyni og félögum hans hjá Nordsjælland sem trónir á toppi á deildarinnar með 12 stig. Nordsjælland á auk þess leik til góða á Horsens, en Nordsjælland mætir Midtjylland í hádeginu á morgun.

Lyngby hefur farið fremur rólega af stað í stigasöfnun sinni í deildinni á þessari leiktíð, en liðið er í ellefta sæti deildarinnar með fjögur eftir fimm umferðir. Hannes Þór Halldórsson og félagar hans hjá Randers sem leika undir Ólafs Helga Kristjánssonar hafa farið enn hægar í sakirnar í stigasöfnuninni.

Randers vermir botnæsti deildarinnar, en liðið hefur einungis eitt stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í deildinni. Randers getur hins vegar spyrnt sér af botni deildarinnar þegar liðið mætir Bröndby um miðjan dag á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert