Stoðsending Matthíasar skilaði sigri

Matthías Vilhjálmsson fagnar marki sínu fyrir Rosenborg.
Matthías Vilhjálmsson fagnar marki sínu fyrir Rosenborg. Ljósmynd/Rosenborg

Matthías Vilhjálmsson og félagar hans hjá Rosenborg styrktu stöðu sína á toppi norsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla með 2:1-sigri sínum gegn Birni Bergmann Sigurðarsyni og samherjum hans í 19. umferð deildarinnar í dag.

Fredrik Brustad kom Molde yfir á fimmtu mínútu leiksins. Matthías hóf leikinn á varamannabekk Rosenborg, en kom inná á 59. mínútu leiksins og lét svo sannarlega til sín taka.

Nicklas Bendtner jafnaði metin fyrir Rosenberg á 73. mínútu leiksins. Það var síðan Anders Konradsen sem tryggði Rosenborg sigur í leiknum með marki sínu á 85. mínútu leiksins. Markið hjá Konradsen kom eftir stoðsendingu frá Matthíasi.

Rosenborg hefur 41 stig á toppi deildarinnar eftir þennan sigur, en liðið hefur átta stiga forskot á Sarpsborg sem á þó leik til góða. Sarpsborg mætir Kristianstad á morgun og getur þar minnkað forskot Rosenberg í fimm stig á nýjan leik með sigri í þeim leik.

mbl.is