Guðlaugur og félagar skoruðu tíu

Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson Ljósmynd/FC Zürich

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Zürich, sem hafði betur gegn Chippis, 10:0, í 32 liða úrslitum svissneska bikarsins í knattspyrnu í dag. Chippis leikur í fimmtu efstu deild Sviss. 

Staðan í hálfleik var 6:0 og bættu Guðlaugur og félagar við fjórum mörkum í síðari hálfleik, en Guðlaugur komst ekki á blað. 

mbl.is