Rúnar og félagar efstir þrátt fyrir tap

Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson Ljósmynd/Nordsjælland

Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans hjá danska liðinu Nordsjælland eru enn í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir 4:3 tap á útivelli gegn Mydtjylland í dag. 

Midtjylland komst í 4:0 og þrátt fyrir hetjulega baráttu hjá Rúnari og félögum tókst þeim ekki að jafna. 

Nordsjælland er með 12 stig á toppi deildarinnar eftir fimm leiki, Kjartan Henry Finnbogason og félagar í Horsens koma þar á eftir með tíu stig og Brøndby með Hjört Hermannsson innanborðs er í þriðja sæti með níu stig, en Brøndby á leik til góða. 

mbl.is