Fyrsti sigur Ara og félaga

Ari Freyr Skúlason
Ari Freyr Skúlason Ljósmynd/Kristján Bernburg

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Lokeren sem vann Waasland Beveren á útivelli í belgísku A-deildinni í knattspyrnu í kvöld, 3:2. Þetta var fyrsti sigur Lokeren í deildinni á leiktíðinni í þeirra fjórða leik. 

Lokeren byrjaði leikinn með látum og var staðan orðin 3:0 eftir aðeins 34 mínútur. Waasland Beveren var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en Ari og félagar sigldu sigrinum í hús. Ari fékk gult spjald á 63. mínútu. 

Lokeren er í 13. sæti af 16 liðum með þrjú stig. 

mbl.is