Barcelona með nýtt risatilboð í Coutinho

Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports er spænska knattspyrnufélagið Barcelona að undirbúa tilboð upp á 138 milljónir punda í Coutinho, sóknarmann enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool. 

Liverpool hefur nú þegar hafnað þremur tilboðum í Coutinho, en Barcelona neitar að gefast upp á að landa Brasilíumanninum. 

Talið er að Barcelona borgi Liverpool 101 milljón punda samstundis og 37 milljónir til viðbótar í klásúlum og árangurstengdum bónusum. 

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Coutinho aldrei verið eins staðráðinn í að yfirgefa Liverpool og nú. 

mbl.is