Öruggt hjá United og Chelsea - Barca vann

Fellaini kemur United yfir.
Fellaini kemur United yfir. AFP

Manchester United fór vel af stað í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og vann öruggan 3:0-heimasigur á Basel frá Sviss í 1. umferð riðlakeppninnar. Marouane Fellaini, Romelu Lukaku og Marcus Rashford skoruðu mörk United. CSKA Moskva vann Benfica á útivelli í hinum leik A-riðils, 2:1. 

Í B-riðli unnu stórliðin Bayern München og PSG örugga sigra og Chelsea fór illa með Qarabag í C-riðli og vann 6:0 sigur á heimavelli. Roma og Atlético Madrid gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. 

Barcelona vann öruggan 3:0-sigur á heimavelli gegn Juventus í stórleik D-riðils. Lionel Messi skoraði tvö mörk og Ivan Rakitic eitt. Sporting vann svo sterkan 3:2-útisigur á Olympiacos í hinum leik riðilsins. 

Öll úrslit kvöldsins má sjá hér: 

Benfica - CSKA Moskva 1:2
Seferović 50. -- Vitinho 63. Zhamaletdinov 71.

Bayern München - Anderlecht 3:0
Lewandowski 12. Thiago 65. Kimmich 90.

Celtic - Paris Saint-Germain 0:5
Neymar 19. Mbappé 34. Cavani 40. 85. sjálfsmark 83.

Chelsea - Qarabag 6:0
Pedro 6. Zappacosta 30. Azpilicueta 55. Bakayoko 71. Batshuayi 76. sjálfsmark 82.

Roma - Atlético Madrid 0:0

Barcelona - Juventus 3:0
Messi 45. 69. Rakitić 56.

Olympiacos - Sporting 2:3
Pardo 89. 90. -- Doumbia 2.  Martins 13. Fernandes 43.

Eden Hazard og félagar fóru illa með Qarabag.
Eden Hazard og félagar fóru illa með Qarabag. AFP
Man. Utd 3:0 Basel opna loka
90. mín. Leik lokið Gríðarlega sannfærandi sigur hjá Manchester United.
mbl.is