Jafnt hjá Liverpool - Spurs og City unnu

Leikmenn Liverpool fagna í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna í kvöld. AFP

Liverpool og Sevilla skildu jöfn á Anfield, 2:2, í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld í stórskemmtilegum leik. Wissam Ben Yedder kom Sevilla yfir eftir aðeins fimm mínútna leik en Roberto Firmino og Mohamed Salah komu Liverpool í 2:1 fyrir leikhlé. Firmino brenndi af vítaspyrnu á 42. mínútu og Joquín Correa jafnaði á þeirri 72. og þar við sat. Joe Gomez fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiksins. Maribor, sem sló FH úr leik í keppninni gerði 1:1-jafntefli við Spartak frá Moskvu í hinum leik riðilsins.  

Manchester City átti ekki í erfiðleikum með Feyenoord frá Hollandi og vann öruggan 4:0-útisigur. John Stones skoraði tvö marka City. Shakhtar Donetks frá Úkraínu vann Napoli frá Ítalíu, 2:1, í hinum leik riðilsins. 

Fyrrum leikmaður Liverpool, Ryan Babel, skoraði þriðja mark Besiktas sem vann Porto, 3:1 á útivelli og þýska liðið Leipzig og Mónakó frá Frakklandi gerðu 1:1-jafntefli. 

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid sem vann öruggan 3:0-sigur á APOEL frá Kýpur og Tottenham vann góðan 3:1-sigur á Borussia Dortmund á Wembley. Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Tottenham og Heung-Min Son eitt. 

Úrslit leikjanna í Meistaradeildinni í kvöld:

Maribor - Spartak Moskva 1:1
Bohar 85. -- Samedov 60.

Feyenoord - Manchester City 0:4
Stones 2. 63., Agüero 10. Jesus 25.

Shakhtar Donetsk - Napoli 2:1
Taison 15., Ferreyra 58. -- Milik 71.

Porto - Besiktas 1:3
Sjálfsmark 21. -- Talisca 13., Tosun 28., Babel 86.

Leipzig - Mónakó 1:1
Forsberg 32. -- Tielemans 34.

Real Madrid - APOEL 3:0
Ronaldo 12., 51., Ramos 61.

Tottenham - Borussia Dortmund 3:1
Son 4., Kane 15. 60. -- Yarmolenko 11.

Tottenham fagnar marki í kvöld.
Tottenham fagnar marki í kvöld. AFP
Liverpool 2:2 Sevilla opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert