Laglegt skallamark Flóka (myndskeið)

Kristján Flóki fagnar marki sínu í gær.
Kristján Flóki fagnar marki sínu í gær. Ljósmynd/ikstart.no

Kristján Flóki Finnbogason kom Start til bjargar í gærkvöld þegar hann tryggði liði sínu jafntefli gegn Bodø/Glimt í toppslag norsku B-deildarinnar í knattspyrnu.

Leiknum lyktaði með 2:2 jafntefli og jafnaði Kristján Flóki metin með laglegu skallamarki sex mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað mark hans í þriðja deildarleiknum með Start en félagið keypti hann frá FH í síðasta mánuði.

Bodø/​Glimt er í topp­sæti deild­ar­inn­ar með 53 stig og Start í öðru sæti með 45 stig en tvö efstu liðin fara upp í efstu deild. 

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá helstu atriðin úr leiknum en mark Kristjáns Flóka kemur eftir þrjár mínútur í spilaranum.

Sjá myndskeiðið

mbl.is