Marcelo með nýjan samning

Marcelo í leik með Real Madrid gegn Levante um síðustu ...
Marcelo í leik með Real Madrid gegn Levante um síðustu helgi. AFP

Brasilíski bakvörðurinn Marcelo er búinn að skrifa undir nýjan samning við Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid.

Marcelo, sem er 29 ára gamall, er nú samningsbundinn Madridarliðinu til ársins 2022. Hann hefur verið í herbúðum liðsins í áratug en hann kom til þess frá brasilíska liðinu Fluminense í janúarmánuði 2007.

Marcelo hefur fjórum sinnum orðið Spánarmeistari með Real Madrid, þrisvar sinnum Evrópumeistari og í tvígang bikarmeistari.

Brasilíumaðurinn snjalli verður í eldlínunni með Real Madrid í kvöld en liðið hefur þá titilvörn sína í Meistaradeildinni með leik gegn APOEL Nicosia á heimavelli.

mbl.is