Pogba frá næstu sex vikurnar

Paul Pogba meiddist gegn Basel.
Paul Pogba meiddist gegn Basel. AFP

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, mun ekki leika með liðinu næstu sex vikurnar vegna meiðsla í læri sem hann varð fyrir í leiknum gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gær. 

Pogba þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðslanna og mun hann missa af leikjum gegn Everton, Southampton og Crystal Palace í deildinni, Burton í deildabikarnum og CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu. 

Hann mun einnig missa af landsleikjum Frakka gegn Búlgaríu og Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM. 

mbl.is