Gylfi og Viðar byrja í Evrópudeildinni

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Atalanta á ...
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Atalanta á Ítalíu. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmenn í knattspyrnu, eru í  byrjunarliðum félaga sinna, Everton og Maccabi Tel Aviv, sem hefja leik í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA kl. 17.00.

Gylfi er með Everton á Ítalíu þar sem lið hans mætir Atalanta og Viðar er kominn með Maccabi til Tékklands þar sem Ísraelarnir mæta Slavia Prag.

Þá er Arnór Ingvi Traustason líka á faraldsfæti en AEK frá Aþenu mætir Rijeka í Króatíu á sama tíma. Arnór er á meðal varamanna gríska liðsins.

Í kvöld sækja norsku meistararnir Rosenborg spænska liðið Real Sociedad heim en Matthías Vilhjálmsson er fjarri góðu gamni eftir að hafa slasast illa á hné á dögunum.

mbl.is