Rúmenar búnir að sparka Daum

Christoph Daum.
Christoph Daum. AFP

Rúmenska knattspyrnusambandið rak í dag Þjóðverjann Christoph Daum úr starfi sem þjálfara rúmenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Daum tók við þjálfarastarfinu í fyrra en árangur hans með liðið hefur ekki staðið undir væntingum. Rúmenía er í 4. sæti í sínum riðli í undankeppni HM með 9 stig eftir átta leiki og á ekki lengur möguleika á að vinna sér sæti í úrslitakeppninni í Rússlandi á næsta ári.mbl.is