Tryggvi skoraði sitt fyrsta mark og Höskuldur lagði upp

Tryggvi Hrafn í treyju Halmstad.
Tryggvi Hrafn í treyju Halmstad. Ljósmynd/Heimasíða Halmstad

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni er liðið lagði Norrköping 2:1 að velli. Höskuldur Gunnlaugsson lagði upp fyrra markið í miklum Íslendingaslag.

Höskuldur lagði upp fyrra markið á 40. mínútu en Tryggvi kom liðinu í 2:0 á 51. mínútu. Tryggvi fór síðan af velli á 90. mínútu en Höskuldur spilaði allan leikinn.

Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson léku báðir allan leikinn fyrir Norrköping og Arnór Sigurðsson kom inná á 70. mínútu en Alfons Sampsted kom ekki við sögu.

Halmstad er í erfiðri stöðu í deildinni en liðið hefur 17 stig í 15. sæti. Norrköping hefur 40 stig í 5. sæti og tapið nokkuð óvænt.

mbl.is