Klopp spenntur fyrir fjögurra manna sókn

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist spenntur að prófa fjögurra manna sóknarlínu nú þegar allir sóknarmenn hans eru klárir. Sadio Mané hefur tekið út leikbann og Philippe Coutinho er laus við meiðsli sem voru að hrjá hann í upphafi leiktíðar. Roberto Firmino og Mo Salah eru einnig klárir, en þeir hafa byrjað tímabilið mjög vel. 

„Ég er spenntur því nú get ég loks valið þá alla. Við verðum að prófa þá alla saman og sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel, en ef þeir passa ekki saman, þá verðum við að finna aðrar leiðir,“ sagði Klopp á fréttamannafundi í dag. 

mbl.is