Stríðið hjá Cavani og Neymar heldur áfram

Edinson Cavani og Neymar.
Edinson Cavani og Neymar. AFP

Edinson Cavani, framherji franska knattspyrnuliðsins Paris SG, er sagður hafa hafnað tilboði frá félaginu um að fá 1 milljón evra fyrir að leyfa Brasilíumanninum Neymar að taka vítaspyrnur liðsins.

Þeir Cavani og Neymar lentu í harkalegu rifrildi á dögunum um hvor þeirra ætti að taka víta­spyrnu í leikn­um gegn Lyon, en svo fór að Ca­vani tók hana en brást boga­list­in. Rifr­ildi þeirra hélt áfram eft­ir leik og er Neym­ar sagður fara fram á það við for­ráðamenn PSG að þeir selji Ca­vani í janú­ar.

Franskir fjölmiðlar greina frá því að Nasser Al-Khelaifi forseti Parísarliðsins hafi boðið Cavani að fá 1 milljón evra, jafngildi 128 milljóna króna, fyrir að leyfa Neymar að framkvæma vítaspyrnur liðsins en það sama upphæð og Cavani fær í bónus frá félaginu verði hann markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.

mbl.is