Íslendingaslagur á Ítalíu

Sigrún Ella Einarsdóttir spilar með Fiorentina.
Sigrún Ella Einarsdóttir spilar með Fiorentina. mbl.is/Golli

Boðið verður upp á Íslendingaslag í fyrstu umferð ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu kvenna á laugardaginn kemur en þá hefst tímabilið þar í landi.

Tveir Íslendingar leika í deildinni eftir að Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Verona um helgina en Sigrún Ella Einarsdóttir úr Stjörnunni gekk til liðs við Fiorentina í sumar. Verona og Fiorentina mætast á heimavelli Verona á laugardaginn. Fiorentina er ríkjandi meistari en Verona hafnaði í þriðja sæti í fyrra eftir að hafa orðið í öðru sæti 2016 og unnið meistaratitilinn 2015.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Íslendingar mætast í deildinni en þó hafa fjórar íslenskar knattspyrnukonur áður leikið í henni. Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir lék með Torres seinni hluta tímabilsins 2013-2014 og á árunum 1984 til 1986 voru þrjár íslenskar knattspyrnukonur í liði Giugliano. Bryndís Valsdóttir spilaði með liðinu tvö tímabil og þær Kristín Briem og Guðrún Sæmundsdóttir sitt tímabilið hvor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert