Með tilboð frá KA en skoðar aðra möguleika

Emil Lyng fagnar marki í sumar.
Emil Lyng fagnar marki í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Danski leikmaðurinn Emil Lyng útilokar ekki að spila áfram með KA-mönnum á næstu leiktíð en hann er með tilboð frá Akureyrarliðinu.

„Persónulega var ég ánægður með mína frammistöðu. Níu mörk í stöðu framliggjandi miðjumanni var mjög gott,“ segir Lyng í viðtali við netmiðilinn bold.dk en hann skoraði níu mörk fyrir KA-menn sem höfnuðu í 7. sæti í Pepsi-deildinni í ár.

Lyng er kominn í frí heim til Danmerkur.

„Nú þarf ég að finna mér lið til að halda mér í formi áður en ég ákveð hvað ég ætla að gera. Ég er með tilboð frá KA og ég útiloka ekki að halda áfram að spila með liðinu. En auðvitað verður það að vera undir öðrum skilyrðum þar sem ég varð markhæsti leikmaður liðsins.

Ég held dyrunum opnum. Önnur íslensk félög mega hafa samband við mig eftir 15. október og ég mun bíða hvað gerist. KA veit það og samþykkir að ég skoði aðra möguleika,“ segir hinn 28 ára gamli Emil Lyng.
mbl.is