Englendingar vilja ekki Ísland í sinn riðil

Íslenska liðið fagnar marki gegn Englandi í Nice.
Íslenska liðið fagnar marki gegn Englandi í Nice. AFP

Enska götublaðið The Sun var að velta fyrir sér mögulegum andstæðingum enska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. Samkvæmt blaðinu vilja Englendingar alls ekki mæta Íslandi á HM. 

Það eru eflaust fáir stuðningsmenn enska landsliðsins búnir að gleyma 2:1-tapi gegn Íslandi á EM í Frakklandi í fyrra. Auk Íslands vill England ekki mæta Brasilíu og Nígeríu. 

Draumariðill Englendinga samkvæmt The Sun er Rússland, England, Íran og Nýja-Sjáland. 

mbl.is