Strachan er hættur

Gordon Strachan.
Gordon Strachan. AFP

Gordon Strachan hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu sem og aðstoðarmaður hans Mark McGhee.

Strachan hefur stýrt skoska landsliðinu frá því í janúar 2013. Skotar tóku þátt í tveimur undankeppnum undir stjórn Strachans en tókst í hvorugt skipti að komast í úrslitin.

„Það eru afar mikil vonbrigði að hafa ekki náð þeim markmiðum sem ég setti mér með liðið en ég verð að hrósa leikmönnum sem lögðu mikið á sig. Þeir voru alveg til fyrirmyndar,“ sagði Strachan við fréttamenn í dag.

mbl.is