Dregið í HM-umspilið í dag

Danir misstu af beinu sæti á HM en vonast eftir …
Danir misstu af beinu sæti á HM en vonast eftir því að komast áfram í gegnum umspil. AFP

Í dag kemur í ljós hvaða Evrópuþjóðir mætast í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Átta þjóðir berjast um fjögur sæti.

Um er að ræða þær átta þjóðir sem voru með bestan árangur í öðru sæti í undanriðlunum níu í Evrópu. Er þjóðunum skipt í efri og neðri styrkleikaflokk miðað við stöðu þeirra á heimslista og eru þeir sem hér segir:

Efri styrkleikaflokkur: Sviss, Ítalía, Króatía, Danmörk.
Neðri styrkleikaflokkur: Norður-Írland, Svíþjóð, Írland, Grikkland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert