Úrvalsdeildarstjarna braut kynferðislega á sænskri konu

Alexandra Nord sagði fyrst frá reynslu sinni á bloggsíðu sinni …
Alexandra Nord sagði fyrst frá reynslu sinni á bloggsíðu sinni þar sem hún birti þessar myndir. Ljósmynd/http://nouw.com/alexandranord.

Sænska knattspyrnukonan Alexandra Nord var kynferðislega misnotuð af leikmanni í ensku úvalsdeildarinni fyrir fimm árum síðan. Nord, sem er 25 ára og leikur með liði Queens Park Rangers í Lundúnum lýsir því í sænska blaðinu Expressen í dag hvernig á henni var brotið.

Ótalarmargar konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegu áreitni eða ofbeldi á samfélagsmiðlum undir myllymerkinu #metoo #églíka. Nord kemur fram í Expressen og segir frá því sem gerðist fyrir fimm árum í Lundúnum.

Hún var nýflutt til borgarinnar, tvítug að aldri, og hitti knattspyrnustjörnuna á næturklúbbi. Leikmaðurinn var þá í spænsku stórliði en hafði einnig spilað í ensku úrvalsdeildinni og hafði beðið hana um að koma á hótel með sér. Er hún vaknaði morguninn eftir var búið að afklæða hana.

Alexandra Nord.
Alexandra Nord. Ljósmynd/http://nouw.com/alexandranord.

Byrjaði á því að gúggla sig

„Ég vissi ekkert hver hann var. Hann byrjaði á því að gúggla sjálfan sig og sýndi mér,” sagði Nord en hún sagði manninn hafa sýnt sér mikinn áhuga vegna þess að hún var sjálf fótboltakona.

„Þar sem ég var bara 20 ára gömul og nýflutt til Lunduna þá var ég frekar óörugg. Þetta var auðvitað svolítið spennnandi. Hann var stórt nafn og ég hafði gaman að athyglinni. En það þýddi ekki að ég vildi eitthvað meira,“ sagði Nord.

Hún segir þau hafa rekist á hvort annað nokkur laugardagskvöld og að síðasta skiptið sem þau hafi hist hafi leikmaðurinn viljað fara með henni á hótel. Hún hafði þá verið úti að skemmta sér með vinum en farið fyrr heim og hitt leikmanninn fyrir tilviljun.

„Þá byrjaði hann að tala um að fara inn á hótel en ég vildi það ekki. Hann sagði þá að ég myndi fá mitt eigið herbergi. Að lokum gaf ég eftir og sagðist þá vilja fá eigið herbergi,” sagði Nord en þrátt fyrir loforð um annað, þá endaði hún í sama herbergi og leikmaðurinn.

Ég sagði nei

„Ég var alveg skýr þegar ég sagðist ekki vilja gera neitt með honum og sagði nei. Ég man að ég sofnaði í öllum fötunum,” sagði Nord.

Þegar hún vaknaði vissi hún strax hlutirnir voru ekki eins og þeir áttu að vera. Hún var ekki lengur í pilsinu og sokkabuxurnar voru rifnar.

„Það fyrsta sem ég hugsaði var að koma honum frá mér. Hann var ákveðna líkamshluta þar sem þeir áttu ekki að vera og reyndi að hafa við mig samræði,“ sagði Nord við Expresseen.

„Ég sá að hann hafði afklætt mig en var ekki viss hversu langt hann hefði farið. Ég áttaði mig á því að það var hann sem hafði afklætt mig,“ sagið Nord.

Skömmu síðar stökk hún upp úr rúminu. „Ég skammaðist mín. Mér fannst ég skítug og fór að hugsa um hvaða merki ég hafi eiginlega verið að gefa honum sem leiddi til þessa. En ég sagði nei,“ sagði Nord.

Alexandra Nord í Lundúnum.
Alexandra Nord í Lundúnum. Ljósmynd/http://nouw.com/alexandranord.

Hún fór niður í andyrið á hótelinu og þar hafði starfsfólkið séð að ekki var allt með felldu. Hjálpaði það henni að panta sér leigubíl heim til sín þar sem hún fór svo í sturtu.

Hún sagði ekki nokkurri sálu frá þessari lífsreynslu. Ekki einu sinni vinkonu sinni sem hún bjó með sem hafði einnig hitt fótboltamann á sama næturklúbbi. Hún þagði yfir þessu í tvö ár.

Hún flutti heim til Svíþjóðar aftur og segir þann tíma hafa verið erfiðan andlega. Hún hafi ekki viljað gera mál úr þessu og hélt að enginn myndi trúa sér. „Mér leið raunverulega eins og fórnarlambi,” sagði Nord.

Knattspyrnustjórinn hafði samband

Hún segir knattspyrnustjóra mannsins hafa haft samband við sig nokkrum dögum síðar og reynt að halda málinu leyndu.

„Hann vildi líklega ekki að ég myndi tala um atvikið. Það gæti eyðilagt feril leikmannsins. Hann átti konu sem var ólétt,” sagði Nord.

„Stundum held ég samt að honum (fótboltamanninum) hafi liðið eins og hann hafi gert eitthvað rangt. En ég skammaðist mín og sagðist ekki ætla að segja frá atvikinu,” sagði Nord.

Nord ákvað að segja frá sinni sögu eftir að hafa lesið frásagnir margra annarra kvenna í #metoo-herferðinni og vonar að hennar saga geti hjálpað öðrum konum sem lent hafa í svipaðri lífsreynslu.

Ég á svo margar vinkonur sem hafa verið í svipaðri stöðu,” sagði Nord.

„Ég vona að þetta verði til þess að eitthvað muni breyast í samfélagin og að hugsunarháttur manna breytist,“ sagði Nord.

Frétt Expressen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert