Ronaldo valdi Modric - Messi valdi Suárez

Ronaldo og Messi ræða saman á verðlaunahátíðinni í Lundúnum í ...
Ronaldo og Messi ræða saman á verðlaunahátíðinni í Lundúnum í kvöld. AFP

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi tóku báðir þátt í kjöri á besta knattspyrnumanni heims þar sem þeir eru fyrirliðar landsliða sinna.

Ronaldo, sem varð fyrir valinu annað árið í röð, setti liðsfélaga sína hjá Real Madrid á sinn atkvæðaseðil. Hann setti Luka Modric í 1. sæti, Sergio Ramos í 2. sæti og Marcelo í 3. sæti

Messi setti liðsfélaga sína hjá Barcelona, Luis Suárez í 1. sæti og Andrés Iniesta í 2. sæti, og í 3. sætið setti hann sinn fyrrum samherja hjá Barcelona, Neymar.

mbl.is