Kanada og Bandaríkin skildu jöfn

Adriana Leon, rauðklædd, skoraði mark Kanada.
Adriana Leon, rauðklædd, skoraði mark Kanada. AFP

Tvö af bestu kvennalandsliðum heims í knattspyrnu, Bandaríkin og Kanada, gerðu 1:1 jafntefli í vináttuleik sem fram fór í Vancouver í Kanada í nótt.

Uppselt var á leikinn en rúmlega 28 þúsund manns voru á vellinum í Vancouver. Þeir sáu Alex Morgan koma bandaríska liðinu í forystu á 31. mínútu en Adriana Leon jafnaði fyrir kanadíska liðið á 53. mínútu og þar við sat.

Bandaríkin eru í efsta sæti á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en Kanada er í 5. sæti.

mbl.is