Öruggur sigur Brassanna (myndskeið)

Neymar í baráttu við tvo leikmenn Japana í dag.
Neymar í baráttu við tvo leikmenn Japana í dag. AFP

Brasilíumenn höfðu betur gegn Japönun, 3:1, í vináttuleik sem fram fór á Stade Pierre-Mauroy-vellinum í Villeneuve í Frakklandi í dag.

Brasilíumenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 3:0. Neymar skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 10. mínútu. Marcelo bætti við öðru á 17. mínútu með þrumuskoti með hægri fæti og Gabriel Jeusus skoraði þriðja markið á 36. mínútu með skoti af stuttu færi.


Japanir klóruðu í bakkann á 63. mínútu þegar Tomoaki Makino minnkaði muninn.

Serbar sóttu Kínverja heim til Guangzhou og höfðu betur, 2:0, í vináttuleik þar sem Adem Ljajic og Aleksandar Mitrovic, leikmaður Newcastle, skoruðu mörkin hvor í sínum hálfleik.

mbl.is