Senegal komið á HM

Dean Furman reynir að elta Senegalann Sadio Mane í leiknum …
Dean Furman reynir að elta Senegalann Sadio Mane í leiknum í kvöld. AFP

Karlalandslið Senegal í knattspyrnu tryggði sér í kvöld farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar eftir sigur á Suður-Afríku, 2:0, á útivelli.

Diafra Sakho kom Senegal yfir snemma leiks, en síðara markið var sjálfsmark. Sigurinn tryggir Senegal efsta sæti D-riðils í úrslitakeppni Afríkuþjóða á meðan Búrkína Fasó, Grænhöfðaeyjar og Suður-Afríka sitja eftir.

Þegar hafði Nígería tryggt sér sigur í B-riðli og Egyptaland í E-riðli og eru því þjóðirnar þrjár öruggar með sæti á HM. Tuttugu Afríkuþjóðir komust í úrslitakeppnina eftir tveggja þrepa undankeppni og leika í fimm riðlum þar sem sigurvegararnir fara á HM.

Túnis og Lýðveldið Kongó berjast um sigurinnn í A-riðli og Fílabeinsströndin og Marokkó eiga eftir hreinan úrslitaleik í C-riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert